Description

Gerðuberg er allt að 14 metra hátt stuðlaþil á innanverðu Snæfellsnesi. Aragrúi sprunguleiða er í boði, en þær leiðir sem skráðar eru og hafa fengið hvað mesta athygli eru um 30 talsins. Klifrið hér nær eingöngu sprunguklifur, almennt mjög auðtryggjanlegt og eru sprungurnar allt frá ótryggjanlegum saumum upp í gímöld. Gráðurnar eru frá 5.4 upp í 5.11a en í samanburði við t.d. Stardal er lítið um góðar byrjendaleiðir, hér fara leiðir að njóta sín best í kringum 5.8 og uppúr. Ekki er leyfilegt að koma fyrir boltum eða fleygum í leiðunum enda óþarfi, en þar sem oft á tíðum getur reynst erfitt að finna tryggingar fyrir toppakkeri hefur stöku boltum verið komið fyrir ofan við brún sumra stuðlanna til örlítils yndisauka.
Til að komast niður er annað hvort hægt að brölta niður 2-3 metra vinstra megin við geira A eða síga af hringbolta vinstra megin við leiðina Surtarlogi.
Hægt er að nálgast ítarlegri leiðavísi um Gerðuberg frá 2007 eftir Sigurð Tómas Þórisson með eftirfarandi tengli, en nær allar upplýsingar hér eru fengnar úr leiðavísi hans með leyfi:
http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Gerðuberg.pdf

---------------
(English)
Gerðuberg is a row of basalt columns up to 14 meters tall, located in Snæfellsnes. Loads of vertical crack climbs can be found here, but the logged and most popular climbs count around 30. The climbs here are almost entirely crack climbs, generally very well protected and they can range from thin seams to gaping chimneys. The grades range from 5.4 to 5.11d but when compared to e.g. Stardalur, there is a limited amount of good beginner routes, the best climbs in this area are typically around 5.8 and up. Placement of in-situ protection (bolts and pitons) is prohibited and generally not necessary, but since the making of top anchors can prove problematic at times, lone bolts can be found at the top of some columns to make life a little easier.
To descend it's either possible to walk around and climb down 2-3 meters left of sector A or to rappel of a bolt left of the route Surtarlogi.
A more detailed topo on Gerðuberg from 2007 by Sigurður Tómas Þórisson can be found in the following link, but most information here has been retrieved from his topo with permission:
http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Gerðuberg.pdf

History

Saga klifurs í Gerðubergi er ekki sérlega viðamikil, en lítið fréttist af klifri þar fyrr en þrír meðlimir Ísalp klifruðu 6 nýjar leiðir í hæstu hömrunum í júlí 1990.

-----------
(English)
History of climbing in Gerðuberg is relatively short but little to nothing had been mentioned about climbing there until three members of Ísalp climb 6 new routes in the highest part of the cliffs in July, 1990.

Routes on Gerðuberg
23 trad 3 Likes
Photos
Premium topo by ÍSALP
Egill Örn Sigurpálsson
from Göteborg, Sweden
Sigurður Ýmir Richter
from Hafnarfjörður, Iceland
Gerðuberg

The area is access sensitive!

Á leið eftir vegi 54 að Snæfellsnesi að sunnan er ekið inn að Hnappadal. Þar er beygt inn á malarveg að bænum Ytri-Rauðamel oger ekið í um 5 mínutur eftir honum. Þá blasa klettarnir við á vinstri hönd og er þá hægt að leggja á tveim bílastæðum austan megin við veginn. Hentugra er að leggja á seinna bílastæðinu þar sem það er beint undir geira D. Fólk er vinsamlegast beðið um að leggja ekki á slóðanum vestan við veginn og að fylgja greinilegum stígum upp að hömrunum.

-------------
(English)
Following road 54 to Snæfellsnes from the south and towards Hnappadalur, you then turn onto a gravel road towards Ytri-Rauðamelur. After following that road for about 5 minutes the cliffs appear on the left side and there two parking spaces can be used on the east side of the road. It is typically better to park at the second one since it is straight below sector D. People are kindly asked not to park along the offroad path on the west side of the road and to follow clear walking paths when hiking up to the cliffs.